Ert þú að leita að öruggum og góðum bílstól fyrir barnið þitt? Norski framleiðandinn BeSafe er með lausnina fyrir þig. BeSafe er þekkt fyrir að vera brautryðjandi í framleiðslu og hönnun bakvísandi bílstóla ásamt vitundarvakningu um mikilvægi þeirra. Árið 1989 setti fyrirtækið fyrsta bakvísandi bílstólinn á markað kenndu okkur að börn ættu að vera í bakvísandi bílstól eins lengi og unnt er. Í dag er það vitað að bakvísandi stólar eru fimm sinnum öruggari en framvísandi.