Voksi Move – Bílstóla og kerrupoki

16.890 kr.

Við þróunina á pokanum var markmiðið að búa til vöru sem er notarleg og heldur hita á barninu í bílstólnum án þess að hafa áhrif á öryggi þess í bílstólnum. Voksi® Move er einnig fullkomin kerrupoki fyrir allra fyrstu mánuði barnsins þar sem hann liggur þétt að líkama barnsins á köldum dögum. Á bakinu eru göt fyrir belti sem passa í flestar kerrur og bílstóla.

Efri hluti pokans inniheldur dún og fiður á meðan neðri hlutinn er 100% ull. Þessi samsetning gerir pokann einstaklega hentugan fyrir þá sem vilja leyfa börnum sínum að sofa úti enda sér Ullin um að halda svita í burtu frá barninu á meðan dúnn og fiður halda góðu loftflæði. Saman halda þessi tvö efni jöfnu hitastigi í pokanum. Á bakinu eru göt fyrir belti sem passa í flestar kerrur.

 

Við afgreiðum allar pantanir innan sólarhrings nema að annað sé tekið fram á vörusíðu. Pantanir sem berast fyrir kl. 13:00 eru sendar frá okkur samdægurs og skila þær sér hratt og örugglega á áfangastaði með flutningsaðilum.

✓ Hröð og persónuleg afgreiðsla
✓ Umhverfisvænar vörur

Vörunúmer: 0019527 Flokkur: Merkimiði:
Lýsing

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR:

Stærð: Lengd 80 cm Breidd: 42 cm
Ytra efni: 100% Nylon
Innra efni: 100% Bómull – Fylling: Efri hluti: 70% dúnn, 30% fiður. Neðri hluti: 100% ull
Þvottaleiðbeiningar: Þvoið á kerfi fyrir viðkvæman þvott á 40°C. Efripartur og framlengin má fara í þrukkar á lágum hita. neðri partur má ekki fara í þurrkara
Notkunar aldur: 0 – 12 mánaða
Göt í baki fyrir belti sem passar í flestar kerrur
Oeko-Tex Standard 100, Class 1 vottað
Öll efni í Voksi® vörum eru vottaðar samkvæmt Oeko-Tex Standard 100, Class 1 staðlinum. Oeko-Tex staðallinn er sjálfstæður prófunar- og vottunarkerfi fyrir vefnaðarvöru á öllum stigum framleiðslunar. Með því að velja vörur úr efni sem er vottað af Oeko-Tex geta foreldrar verið viss um að barnið sé umkringt efni sem er laust við hættuleg eða skaðleg efni.

Umsagnir viðskiptavina
Vöruafhending