Gjafapúði – Dreamily

13.490 kr.

Gjafapúðinn frá danska merkinu That´s Mine er ekkert nema dásamlegur og er notagildi hans mikið.
Hann hentar fyrst og fremst í brjósta- og pelagjafir. Hægt er að binda púðan utan um sig til að auka þægindin en rétt hæð og stelling ýtir undir góða brjóstagjöf og minnkar álagið á herðarnar. Það eru tvö mjúk og falleg lauf á sitthvorum endanum á púðanum, þau eru hugsuð sem kúruklútar fyrir barnið á meðan það drekkur. Það er einnig hægt að binda endana saman og búa til lítinn stól fyrir barnið þegar það er að æfa sig í að sitja eða nota púðan sem stuðning þegar barnið er að æfa sig að liggja á maganum. Hentar líka vel á meðgöngunni sem stuðningur við kúluna og/eða á milli fótanna í hvíld.
Hvort sem að þú notast við brjóstagjöf eða pelagjöf þá er gjafapúðinn frábær til þess að mynda falleg tengsl við barnið þitt.

Hægt að taka áklæðið af og þvo í þvottavél. Við mælum með stuttum þvotti á 30°. Við mælum ekki með að setja áklæðið í þurrkara þar sem það bómull á það til að minnka örlítið í þvotti.
Púðan sjálfan má líka þvo í þvottavél en þarf þá vera í þvottapoka og mikilvægt að passa að hann sé alveg þurr áður en áklæðið er sett aftur á hann.

Áklæðið er 100% lífrænn bómull. Fyllingin er Antibacterial PVC fríir flamingo boltar. Með tímanum mun fyllingin þjappast saman og þá er hægt að skipta um fyllingu.

Stærð 77×72 cm

Uppselt

Þessi vara er ekki til á lager.

Skráðu þig á biðlista fyrir þessari vöru og við sendum þér tölvupóst um leið og varan er komin í sölu.

Við afgreiðum allar pantanir innan sólarhrings nema að annað sé tekið fram á vörusíðu. Pantanir sem berast fyrir kl. 13:00 eru sendar frá okkur samdægurs og skila þær sér hratt og örugglega á áfangastaði með flutningsaðilum.

✓ Hröð og persónuleg afgreiðsla
✓ Umhverfisvænar vörur

Vörunúmer: 0052321 Flokkur: Merkimiði:
Umsagnir viðskiptavina
Vöruafhending

Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti eða Dropp. Verð fyrir sendingar eru hófleg og ekki þarf að greiða sendingarkostnað af pöntunum yfir 12.000 kr. Pantanir sem berast fyrir kl 13:00 eru í flestum tilfella að skila sér til viðskiptavina á innan við sólarhring. Umfangsmeiri vörur eins og t.d. bílstólar geta tekið lengri tíma í afgreiðslu.
Það er hægt að velja að sækja pantanir í verslun. Bílstóla og kerrur er hægt að velja að sækja á lager okkar í Hafnarfirði.
Ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.